Danskar kræsingar, öl og ákavíti
5. - 8. desember í Sjávarborg Stykkishólmi
Fim: 18:00 - 22:00
Fös: 12:00 - 22:00
Lau: 12:00 - 22:00
Sun 12:00 - 15:00
Annað árið í röð mun Sjávarborg umturnast í Smørreborg og í þetta skiptið er það aðra helgina í Desember. Markmiðið er göfugt og viðeigandi, færa Danska smurbrauðs jólastemmingu til Stykkishólms.
Þessu fylgir að sjálfsögðu nóg af rækjum, síld, roastbeef, öli, ákaviti, Kim Larsen o.s.frv.
Smurbrauðs áhugamennirnir Sigþór Steinn og Steinar Atli reima á sig svuntuna og ætla að reiða fram dýrindis smurbrauð eins og Dananum einum er lagið.
Hlökkum til að sjá þig !
Matseðillinn samanstendur af klassískum sneiðum en einnig verða borðnar fram sneiðar sem hafa ekki sést áður í hólminum. Hráefnið hefur verið sótt víðsvegar frá og má sérstaklega nefna jólasíldina frá Eskju.
Tryggðu þér borð!
Umsagnir
All Rights Reserved | Sjávarborg